Hjá Sálarafli er boðið upp á alla almenna sálfræðiþjónustu.

Stofan er til húsa í Hamraborg 11, 200 Kópavogi þar sem hópur sálfræðinga starfar saman.

Gyða býður upp á einstaklingsmeðferð og notar helst EMDR áfallameðferð, hugræna atferlismeðferð og almenna samtalsmeðferð, allt eftir því hver vandi einstaklingsins er. Hún býður upp á fræðslu og fyrirlestra fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki.  Hún hefur unnið náið með Tilveru – samtök um ófrjósemi, LSH og Krafti – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.  Gyða sinnir töluvert handleiðslu annarra fagaðila og hefur meðal annars staðið fyrir námskeiðum í EMDR áfallameðferð og handleitt þátttakendur.  Sérhæfing hennar er meðal annars tilfinningahliðar ófrjósemi, EMDR áfallameðferð, meðgöngukvillar, missir á meðgöngu, erfiðar fæðingar, langvarandi verkir og flókin áföll.  Gyða tekur ekki lengur pör í meðferð.  Tímapantanir eru í síma 866-0110 og á netfanginu salarafl@gmail.com

Aldís Eva býður upp á einstaklings og parameðferð.  Hún notar helst hugræna atferlismeðferð, EMDR áfallameðferð og Emotion Focused Couples Therapy.  Aldís býður upp á meðferð við ýmiskonar vanda, svo sem átröskunum, pararáðgjöf, ófrjósemi, áföllum, kvíða, þunglyndi, streitu, lágu sjálfsmati, o.fl.  Tímapantanir eru í síma 527-7600 og á netfanginu aldis@shb9.is

Guðrún Soffía býður upp á einstaklingsmeðferð og notar helst hugræna atferlismeðferð, EMDR áfallameðferð og almenna samtalsmeðferð, allt eftir því hver vandi einstaklingsins er.  Hún býður upp á meðferð við ýmiskonar vanda, svo sem áföllum, kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, streitu, missi á meðgöngu, o.fl.  Þá veitir hún einnig foreldrum ráðgjöf í tengslum við vanda barna.  Tímapantanir eru í síma 862-1670 og á netfanginu gudrunsoffiasali@gmail.com

Viðtöl

Áður en þú mætir í fyrsta viðtalið færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um trúnað, afboðanir, niðurgreiðslu, og fleira.  Einnig færðu send blöð fyrir þig til að fylla út og koma með í viðtalið.

Í fyrsta tímanum er algengast að farið er yfir afhverju þú ert að leita þér aðstoðar og hvað þú vilt fá út úr viðtölunum, hvenær vandinn byrjaði og hvað einkennir hann.  Þá mátt þú búast við spurningum um bakgrunn þinn eins og fjölskylduaðstæður, starf/nám, stuðning, fyrri sálfræðimeðferð og fleira.

Í samvinnu við sálfræðinginn þinn er vandi þinn kortlagður og meðferðarúrræði rædd og útskýrð og tekin ákvörðun um framhaldið.  Stundum getur þessi kortlagning og meðferðaráætlun tekið lengur en eitt viðtal.

Verð á viðtölum eru misjöfn eftir meðferðaraðila en hægt er að sækja um niðurgreiðslu til stéttarfélaga ef við á.