Aldís

 

aldis

Aldís er sálfræðingur og útskrifaðist frá Háskóla Íslands með Cand. Psych gráðu. Lokaritgerð hennar fjallaði um  Attentional bias in contamination fear: Results from a student sample. Hún var í starfsþjálfun í átröskunarteymi Landspítalans þar sem hún sinnti einstaklingsmeðferð á göngudeild ásamt því að taka þátt í hópmeðferð.

Aldís gekk til liðs við Sálarafl í júní 2017.  Hún veitir bæði einstaklings- og pararáðgjöf og eru helstu viðfangsefni hennar átraskanir, kvíði, depurð, ófrjósemi, áföll, felmtursröskun, sjálfsmyndarvandi og fleira.

Aldís beitir hugrænni atferlismeðferð, EMDR áfallameðferð, Emotion Focused Couples Therapy, Díalektískri atferlismeðferð, Núvitund og samkenndarnálgun auk almennrar samtalsmeðferðar.

Aldís vinnur einnig hjá Sálfræðiþjónustu Þórdísar Rúnarsdóttur http://www.salfraedistofa.is og er með starfsstöð sína hjá Sálfræðingum Höfðabakka.  Hægt er að panta tíma hjá henni með því að hringja í 527-7600 eða senda henni póst á netfangið aldis@shb9.is