Guðrún Soffía

Guðrún SoffíaGuðrún Soffía er sálfræðingur með mastersgráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Mastersritgerð hennar fjallaði um geðheilsu þungaðra kvenna með sögu um missi á meðgöngu.

Guðrún Soffía gekk til liðs við Sálarafl í janúar 2018 og sinnir almennri sálfræðiráðgjöf við kvíða, depurð, streitu, sjálfsmynd, áföllum, fósturlátum, o.fl.  Þá veitir hún einnig ráðgjöf til foreldra í tengslum við vanda barna.

Guðrún Soffía beitir hugrænni atferlismeðferð, EMDR áfallameðferð og almennri samtalsmeðferð.