Ófrjósemi

Mörgum finnst orðið ófrjósemi ekki fallegt orð til að lýsa erfiðleikum við barneignartilraunir. Flestir sem eiga við slíka erfiðleika að etja eignast barn á endanum og eru þar af leiðandi ekki ófrjóir! Hinsvegar er það nú svo að árangurslausar barneignatilraunir geta tekið ansi mikið á tilfinningar okkar og því eru margir sem kjósa að leita sér aðstoðar sálfræðings. Til okkar leita um það bil 20% af þeim Íslendingum sem fara í glasameðferðir til að reyna að eignast barn. Til viðbótar leita þó nokkrir sem eru í tæknisæðingaferli, og eins fólk sem á sögu um “ófrjósemi” eða vill undirbúa sig undir tæknimeðferðir í framtíðinni.

Tilfinningar virðast hafa heilmikil áhrif á frjósemi. Sem dæmi má nefna rannsókn Alice domarDomar, Ph.D., sálfræðings hjá Domar Center í Bandaríkjunum. Hún hefur rekið svokallaðan mind/body hóp um áraraðir og hefur rannsakað áhrif hans á frjósemi þátttakenda. Um er að ræða 9 vikna hóp sem hittist vikulega. Í honum er boðið upp á ýmiskonar fræðslu, slökun, stuðning og fleira. Innan árs frá því að hópnum lýkur eru ríflega helmingur þátttakenda orðnar þungaðar meðan einungis 20% kvenna í samanburðarhóp eru orðnar þungaðar. Við mælum eindregið með bók Alice Domar – Conquering Infertility en í þeirri bók má sjá ýmis þau bjargráð sem notuð eru í hópnum, auk góðrar fræðslu um áhrif “ófrjósemi” á tilfinningalíf fólks. Í maí 2008, fór Gyða til Boston og tók námskeið hjá Alice Domar í að leiða svona hóp. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í svona námskeiði/hópi hafðu þá samband.

Þegar til okkar leitar einstaklingur með sögu um árangurslausar barneignartilraunir er algengt að viðkomandi sé kominn með kvíða- og þunglyndiseinkenni. Flestir segja að “ófrjósemin” sé það erfiðasta sem þeir hafa þurft að takast á við á lífsleiðinni. Það er misjafnt hversu opnir þessir einstaklingar eru með þennan vanda sinn, en flestir eiga orðið erfitt með að vera í kringum lítil börn, ófrískar konur og velmeinandi ættingja sem spyrja “hvenær á svo að koma með eitt”? Oft óska þessir einstaklingar eftir ráðgjöf til að sætta sig við niðurstöðu síðustu meðferðar, eftir fósturlát, til að undirbúa sig undir næstu meðferð, til að hlúa að sambandi við maka, til að skoða næstu skref, fá stuðning til að hætta meðferðum, ræða möguleika varðandi gjafafrumur, fá að vita hvaða þjónusta er í boði og til að fá fræðslu. Einnig óska margir eftir djúpslökun eða dáleiðslu sem er þá tekin upp, þvínæst er upptakan brennd á disk og notuð í meðferðarferlinu til að auka vellíðan og jafnvel auka líkur á jákvæðri niðurstöðu. Rannsókn hefur sýnt að dáleiðsla í uppsetningu eykur líkurnar á jákvæðri niðurstöðu. Hver og einn verður því að finna þá leið sem hentar honum/henni í þessu ferli og stór hluti af ráðgjöfinni gengur einmitt út á það að finna hvað viðkomandi einstaklingur þarf til að geta betur tekist á við þær tilfinningar sem vakna í tæknifrjóvgunarmeðferð.

simarGyða hefur í félagi við Berglindi Ósk Birgisdóttur, hjúkrunarfræðing hannað app sem styður við fólk í glasameðferðum.  Sjá nánar inni á http://www.ivfcoaching.com

 

 

dvd

Gyða hefur einnig gefið út DVD disk um tilfinningahliðar ófrjósemi.  Sjá m.a. https://vimeo.com/57940672

Í tilfinningahliðum ófrjósemi fer Gyða yfir þá líðan sem getur fylgt því að eiga erfitt með að eignast barn. Hún talar um áhrifin á sjálfsmyndina, samskipti við maka ef maki er til staðar, erfiðleikana við að heyra um óléttur annarra, áhrifin á samskipti við fjölskyldu og vini, áhrifin á kynlífið, kvíða og þunglyndi, endurteknar meðferðir, undanfara þess að hætta meðferðum, „góðu ráðin“ og fleira. Þá fer hún yfir líðan aðstandenda og svarar spurningum úr sal.

Gyða hefur verið í samstarfi við Tilveru – samtök um ófrjósemi, frá árinu 2005 og hittir árlega um tuttugu prósent af þeim konum og pörum sem eru í glasameðferðum hjá Art Medica (IVF klíníkin frá 2016). Hún hefur haldið þennan fyrirlestur á vegum Tilveru nokkrum sinnum á síðustu árum við góðar undirtektir áheyrenda.

Hér má lesa umsagnir nokkurra áhorfenda:

“Fyrirlestur Gyðu hittir beint í mark. Hann fékk mig til að skilja betur mína eigin líðan og konunnar minnar og hvernig við höfum brugðist við ófrjóseminni á mismunandi hátt. Eftir að hafa glímt lengi við ófrjósemi verð ég að segja að þessi fyrirlestur er besta fræðsluefnið sem ég hef séð á þessu sviði. Mæli hiklaust með þessum disk og vildi að ég hefði séð hann fyrr“ – 38 ára karl, óútskýrð ófrjósemi, 10 uppsetningar, eitt barn.

„Eftir að hafa hlýtt á þennan fyrirlestur þá hef ég sofið betur en síðustu sex ár, léttirinn var svo mikill. Ég er hætt í feluleik. Upplýsingarnar í fyrirlestrinum hafa hjálpað okkur að skilja hvort annað. Ég skil hann mun betur og hann skilur mig mun betur“ – 32 ára kona, óútskýrð ófrjósemi, 6 ár.

“Þetta styrkti okkur í baráttunni og mér fannst maðurinn minn átta sig betur á því sem ég var að ganga í gegnum, og öfugt”- 37 ára kona, 6 tæknifrjóvganir, 2 fósturlát, einn kraftaverkadrengur fæddur.

„Ég er búin að segja fólki frá ófrjóseminni og léttirinn er mikill. Núna þegar ég skil að líðan mín er eðlileg þá á ég auðveldara með að segja öðrum hvernig mér líður. Ég er að fá mun meiri stuðning og skilning en ég átti von á“ – 32 ára kona, glasameðferðir, fósturlát.

„Ég fékk miklu meiri skilning á hvað þetta er hrikalega mikið álag. Fyrirlesturinn dýpkaði skilning minn á því sem börnin mín hafa gengið í gegnum. Ég skil betur ólík viðbrögð þeirra og þennan kynjamun. Ég skil betur að ég má sýna stuðning og það hefur hjálpað okkur öllum“. – 60 ára kona, á tvö börn sem bæði hafa þurft glasameðferðir til að eignast börn.

Diskurinn getur gagnast þeim sem vilja fræðast um tilfinningahliðar ófrjósemi, bæði þeim sem eiga í vandræðum með að eignast barn, sem og aðstandendum þeirra.

Diskurinn er til sölu hjá Gyðu og kostar hann 3.000 krónur sé hann sóttur en 3.500 krónur sendur í pósti. Hægt er að hafa samband við hana á netfanginu salarafl@gmail.com

Athugið – ef þú vilt panta tíma hjá Gyðu út af ófrjósemi – hringdu þá í 866-0110 eða með því að senda tölvupóst á netfangið salarafl@gmail.com