Gyða

gyda-eyjolfsdottir

Gyða Eyjólfsdóttir er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði.  Hún er með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá The University of Texas at Austin. Doktorsrannsókn hennar fjallaði um sálfélagslegar hliðar grindarloss hjá íslenskum konum. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi frá árinu 2005 og hefur sérhæft sig í EMDR áfallameðferð, tilfinningahliðum ófrjósemi og handleiðslu meðferðaraðila á geðheilbrigðissviði.

Gyða sinnir einnig meðferð vegna kvíða, þunglyndis, samskiptavanda, álags, streitu, kulnunar, meðgönguvanda, fósturláta, sorg, tilfinningahliðar krabbameins og fleira.

Hún hefur verið í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, miðstöð um mæðravernd, Tilveru – samtök um ófrjósemi, Áfallamiðstöð LSH, Kraft – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, Art Medica, IVF klíníkina og fleiri.

Ferilskrá hennar fylgir hér á eftir.

 

Menntun

The University of Texas at Austin 1996 – 2004
http://edpsych.edb.utexas.edu/
Doktorsgráða (Ph.D.) í ráðgjafarsálfræði.
Doktorsritgerð: Psychosocial Aspects and Functional Analysis of Symptom-giving Pelvic Girdle Relaxation in Icelandic Women. / Sálfélagslegar hliðar og greining á hlutverki grindarloss meðal íslenskra kvenna.
Leiðbeinandi: Dr. Guy J. Manaster.

Mastersritgerð: Psychoeducation for Caregivers of Alzheimer’s Disease Patients:
Effects on Coping, Caregiving Appraisal, Depression and Social Support. / Kennsluefni fyrir aðstandendur Alsheimersjúklinga: Áhrif á bjargráð, túlkun á umönnun, þunglyndi og félagslegan stuðning.
Leiðbeinandi: Dr. Edmund T. Emmer.

The University of Texas at Austin 1997 – 2004
Öldrunarfræði – Portfolio Program in Gerontology

Háskóli Íslands 1991 – 1994
BA gráða í Sálfræði
Titill BA ritgerðar: Þýðing og forprófun á persónuleikaprófinu NEO PI-R.
Leiðbeinandi: Dr. Friðrik H. Jónsson. Meðhöfundur: Auður Erla Gunnarsdóttir.

Starfsreynsla að loknu meðferðarnámi

Sjálfstætt starfandi sálfræðingur ágúst 2005 –
http://www.salarafl.is
Veiti einstaklings- og hjónaráðgjöf. Helstu viðfangsefni eru áföll, ófrjósemi, sambands-erfiðleikar, misnotkun, kvíði og þunglyndi. Beiti EMDR áfallameðferð, hugrænni atferlismeðferð og almennri samtalsmeðferð. Held fyrirlestra um málefni eins og ófrjósemi, lífstílsbreytingar og samskipti. Samstarf við VIRK, Stuðningsfélagið Kraft, áfallamiðstöð LSH, Art Medica, IVF Klíníkina og Tilveru – samtök um ófrjósemi, svara fyrirspurnum inni á vefsíðu Tilveru. Legg fyrir sálfræðileg próf. Þjálfaði sjálfboðaliða til að verða stuðningsfulltrúar hjá Stuðningsneti Krafts 2007-2012. Skipulegg námskeið í EMDR meðferð og handleiði fagfólk. Býð upp á námskeið í tengslum við líf með langvarandi verkjum.

 

Sálfræðingar Höfðabakka ágúst 2013 – desember 2017
http://www.shb9.is
Einn eigandi Sálfræðinga Höfðabakka í samstarfi við 5 sálfræðinga. Þar eru 16 stofur og starfa þar um 20 meðferðaraðilar. Handleiddi sálfræðinga sem eru verktakar hjá SHB9.

IVF Coaching ehf. september 2013 –
http://www.ivfcoaching.com
Hannaði og kom á markað smáforriti fyrir fólk í glasameðferðum í samstarfi við Berglindi Ósk Birgisdóttur, hjúkrunarfræðing. Smáforritið fræðir notandann um leiðir til að líða betur í glasameðferðarferlinu, auka stjórn, draga úr kvíða, depurð og streitu. Þá bendir það á leiðir til að auka líkur á þungun. Smáforritið er byggt á niðurstöðum rannsókna í sálfræði, læknisfræði og næringarfræði. Smáforritið er aðgengilegt á Google Play Store og App Store.

Meðferðarnám að loknu doktorsnámi (Postdoctoral Fellowship)

Scott & White Clinic, Postdoctoral Fellowship in Clinical Psychology 2004 – 2005
College Station, Texas (fullt starf)
http://www.sw.org
Scott & White er háskólasjúkrahús og er með 17 heilsugæslustöðvar í Texas. Stöðin í College Station er sú stærsta af þeim. Þar starfaði ég meðal annars í þverfaglegu samstarfi við heilsugæslu-, kvensjúkdóma-, lyf-, og geðlækna. Ég bauð upp á einstaklingsráðgjöf/meðferð með áherslu á “Behavioral Medicine” og hjónaráðgjöf. Fékk handleiðslu 2-3 sinnum í viku. Leiddi í samstarfi við aðra fagaðila verkjahóp og áfengis- og fíknimeðferðarhóp, sá að hluta til um neyðarmóttöku fyrir sálræna kvilla á heilsugæslustöðinni. Bauð upp á hugræna atferlismeðferð og dýnamíska sálfræðimeðferð, EMDR áfallameðferð og dáleiðslumeðferð. Ég lagði fyrir sálfræðileg próf. Vandamál sem sjúklingar leituðu hjálpar við spönnuðu alla flokka geðrænna raskana.

Meðferðarnám sem hluti af doktorsnámi
(Predoctoral Psychology Internship)

Southern Mississippi Psychology Internship Consortium 2003 – 2004
Hattiesburg, Mississippi (fullt starf)
http://www.yourfamilyclinic.com/consortium/iconsort.htm (ekki lengur virk).
Í þessu verknámi fékk ég vikulega einstaklings- og hóphandleiðslu. Ég tók einnig þátt í vikulegum fræðslufundum um klínísk málefni, sálfræðileg próf og önnur fagleg málefni, og flutti erindi fyrir umönnunaraðila Alzheimersjúklinga. Meðferðarnámið fór fram á þremur mismunandi stofnunum en ég var í fjóra mánuði hjá hverri stofnun.

Stofnun 1: University of Southern Mississippi Counseling Center ágúst til desember
http://www.usm.edu/counseling/
Ég veitti almenna einstaklingsráðgjöf og hópráðgjöf fyrir háskólanemendur og starfsfólk af ólíkum menningarlegum uppruna. Ég handleiddi sálfræðinema í meðferðarnámi. Allir meðferðartímar voru teknir upp á myndband og skoðuð af handleiðurum. Helstu umkvartanir voru krónískir verkir, misnotkun, þunglyndi, samskiptavandi, sjálfsvígshugsanir og félagsfælni.

Stofnun 2: Forrest General Hospital. desember til apríl.
http://www.forrestgeneral.com/
Pine Grove:
Professional Enhancement Program:
http://www.pinegrovetreatment.com/pep.html
Ég starfaði sem hluti af þverfaglegu teymi þar sem ég leiddi sálfræðsluhópa (psychoeducational groups) fyrir sjúklinga sem áttu við persónuleikatruflanir, áfengis- og/eða fíkniefnavanda og önnur geðræn vandamál að stríða. Sjúklingarnir voru yfirleitt læknar, lögfræðingar eða úr öðrum fagstéttum, sem áttu hættu á að missa starfsleyfi sitt ef þeir sýndu ekki framför í þessum hópum. Ég lagði einnig fyrir sálfræðileg próf og skrifaði skýrslur fyrir þessa sjúklinga. Sálfræðslan náði meðal annars til marka, reiðistjórn, 12 spora kerfisins, starfstengdra efna, hugsana og hlutverkaframmistöðu. Notaði mest fræðsluefni úr hugrænni atferlismeðferð og Dialectical Behavior Therapy (Dr. Marsha Linehan). Einnig var lögð áhersla á að sjúklingarnir horfðust í augu við hverja þá hegðun sína sem var talin óæskileg (confrontation).

Adult Psychiatric Treatment Program:
http://www.forrestgeneral.com/excellence/behavioral/adultpsychiatrictreatmentprogram.php
Ég lagði sálfræðileg próf fyrir sjúklinga á lokaðri geðdeild Pine Grove og skrifaði skýrslur um niðurstöður. Helstu vandamál voru sjálfsmorðstilraunir, þunglyndi, geðhvarfasýki, persónuleikatruflanir, kvíðaraskanir, sturlun (psychosis), andleg hrörnun, líkamleg vandamál og áráttu- þráhyggja.

Forrest General Hospital Counseling Services:
http://www.pinegrovetreatment.com/psychology.html
Ásamt öðrum sálfræðingi leiddi ég hópa fyrir sjúklinga sem voru að koma út af geðdeild Pine Grove. Aðal áhersla var lögð á að aðstoða sjúklinga við að viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hafði á geðdeildinni.

Stofnun 3: Pine Belt Mental Healthcare Services apríl til ágúst.
http://www.pbmhr.com/
Ég starfaði sem hluti af þverfaglegu teymi á barnasviði þar sem ég veitti einstaklings- og fjölskylduráðgjöf fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Ég lagði fyrir og túlkaði sálfræðileg próf og leiddi SOI (Structure of Intelligence) hóp í samvinnu við annan sálfræðing. Einnig bauð ég upp á Biofeedback og EMDR áfallameðferð, svo og hlutverkagreiningu hegðunar (functional behavior assessment) í barnaskólum. Algengustu raskanirnar voru ADHD, áfallastreita, kvíðaraskanir, þunglyndi, “oppositional defiant disorder”, “conduct disorder”, geðhvarfasýki, sorg og samskiptavandi. Töluvert var um sögu um misnotkun, vanrækslu og námsörðugleika.

Önnur reynsla af ráðgjöf/meðferð meðan á námi stóð

The University of Texas at Austin maí 2001 – nóv 2002
Counseling and Mental Health Center, Telephone Counseling
http://www.utexas.edu/student/cmhc/teleph.html (hálft starf).
Ég starfaði við neyðarráðgjöf í gegnum síma. Ráðgjöfin var fyrir nemendur og starfsfólk Texasháskóla í Austin. Auk neyðarráðgjafar var boðið upp á almenna einstaklingsráðgjöf í gegnum síma. Þessu starfi fylgdi mikil þjálfun í viðbrögðum við neyðartilfellum. Starfsmenn neyðarlínunnar unnu saman að meðferðaráætlunum skjólstæðinga. Algengustu vandamál sem hringt var útaf voru sambandserfiðleikar, heilsuvandamál, erfiðleikar að aðlagast nýrri menningu, þunglyndi, áfengis- og fíkniefnavandamál, átraskanir, sjálfsmorðs- og morðhótanir. Fékk vikulega hóphandleiðslu handleiðslu og einstaklingshandleiðslu aðra hvora viku.

St. Edward’s University, Psychological Services, Austin, Texas ágúst 2001 – maí 2002
http://www.stedwards.edu/counsel/index.htm (15 tímar á viku)
Ég veitti einstaklings- og hópráðgjöf fyrir háskólanemendur í fjölmenningarlegu námsumhverfi. Leiddi sex vikna meðferðarhóp við þunglyndi þar sem notuð var hugræn atferlismeðferð og fjögurra mánaða almennan meðferðarhóp. Sinnti neyðartilfellum og tók þátt í vikulegum fræðslufundum um klínísk málefni, svo sem fjölmenningu, sálfræðikenningar, starf með minnihlutahópum og meðferðaráætlanir. Fékk handleiðslu vikulega. Algengustu vandamál: heilsu-vandamál, misnotkun, þunglyndi og kvíðaraskanir, átsjúkdómar og milli-kynþátta sambönd.

Counseling and Mental Health Center, Univ. of Texas at Austin ágúst 2000 – Maí 2001
http://www.utexas.edu/student/cmhc/ (15 tímar á viku)
Ég veitti einstaklingsráðgjöf fyrir háskólanemdendur í þverfaglegu umhverfi. Öll viðtöl voru tekin upp á myndband og skoðuð af handleiðara. Sótti fræðslufundi og handleiðslu. Einnig tók ég þátt í handleiðsluteymi þar sem stuðst var við “listening from an as-if position” svo og “reflecting teams” þar sem teymið fylgdist með meðferð bak við spegil. Algengustu vandamál voru heilsuvandamál, sorg, þunglyndi og kvíðaraskanir, fjölskylduvandamál og alkahólismi.

The University of Texas at Austin mars 1998 – maí 1999
Division of Housing and Food, Community Advisor / Samfélagsráðgjafi (hálft starf)
http://www.utexas.edu/student/housing/
Ég veitti íbúum fjölskyldugarða háskólans ráðgjöf en þar búa margir alþjóðastúdentar. Ég framfylgdi reglum háskólans, brást við neyðartilvikum og leysti úr deilum milli íbúa og skólayfirvalda. Þetta starf krafðist mikillar nærgætni og virðingu fyrir menningarmun.

Southwest Texas Univ. Counseling Center, San Marcos, TX jan 1998 – maí 1998.
http://www.counseling.txstate.edu/intro.html (15 tímar á viku)
(Heitir núna Texas State University, San Marcos).
Veitti einstaklingsráðgjöf fyrir háskólanemendur. Algengustu vandamál skjólstæðinga voru sambönd milli fólks af ólíkum kynþætti, samskiptavandi og átraskanir. Tók þátt í fræðslufundum um klínísk málefni. Upptökur af meðferðartímum voru notaðar við handleiðslu.

Sálfræðileg próf

Ég hef reynslu í fyrirlögn og túlkun ríflega 70 sálfræðilegra prófa. Þau helstu eru:

Greindarpróf: WISC-III, WISC-IV, WAIS-R, Kaufman Brief Intelligence Test (K-BIT), Ravens
Progressive Matrices, Ravens Colored Progressive Matrices.

Persónuleikapróf: Millon Clinical Multi-Axial Inventory II (MCMI-II), Millon Clinical Multi-
Axial Inventory III (MCMI-III), Millon Adolescent Clinical Inventory-II, Rorschach (Exerner Comprehehensive System), Thematic Apperception Test, Early Memories Test, House-Tree-Person, Personality Assessment Inventory (PAI), MMPI-II, MMPI-A, Basic Personality Inventory.

Ofvirkni og athyglisbrestspróf: IVA, Conner’s Continuous Performance Test, Conner’s Rating
Scales.

Taugasálfræðileg próf: Halstead-Reitan Neuropsychological Battery, Wisconsin Card Sorting
Test, Trailmaking Test A & B, Lateral Dominance Exam, Symbol Digit Modalities Test, Hooper Visual Organization Test, Purdue Pegboard Test.

Þunglyndis- og kvíðapróf, almenn vellíðunarpróf: Beck Depression Inventory, Zung Depression
Inventory, Beck Anxiety Inventory, Burns Anxiety Inventory, Burns Depression Inventory, OQ-45, OQ-45.2.

Önnur próf: WASI, WIAT, WRAT, Bender-Gestalt, Wechsler Memory Scales-R, Wechsler
Memory Scales III, WRAVMA, Incomplete Sentences, Kinetic Family Drawing Test, WRAML, Woodcock Johnson – III, Woodcock Johnson Achievement Test – Revised, Blind Man’s Hat, Mental Status Exam, Illness Behavior Questionnaire, Social Support Inventory, Relationship Assessment Scale.

Austin Behavioral Clinic, Austin, TX (allt að 20 tímar á viku) nóv 2000 – ágúst 2001
Í þessu starfi lagði ég fyrir sálfræðileg próf og námstengd frammistöðupróf, tók greiningarviðtöl og skrifaði skýrslur. Kom með tillögur um meðferðarúrræði og vistun. Skjólstæðingahópurinn var unglingar í gæsluvarðhaldi. Algengustu greiningarnar voru “conduct disorder”, “oppositional defiant disorder”, áfallastreituröskun, ofvirkni, þunglyndi, misnotkun og fíkniefnamisnotkun.

Kevin Groves, Ph.D. (Einkastofa) (allt að 20 tímar á viku) feb 1999 – sept 2000
Ég lagði fyrir sálfræðileg próf á barna- og unglingageðdeildum á nokkrum mismunandi stofnunum. Lagði mat á greind, frammistöðu í skóla og persónuleika.

The University of Texas Speech and Hearing Center (15-20 tímar á viku)maí 1997 – des 1997
Ég var hluti af þverfaglegu teymi sálfræði- og talmeinafræðinema og handleiðara sem lagði fyrir og túlkaði ýmis sálfræðileg próf með tilliti til námsörðugleika, geðraskana og hugrænnar frammistöðu eftir að heilaæxli höfðu verið fjarlægð. Veitti ábendingar um meðferðarúrræði og fór yfir niðurstöður prófanna með skjólstæðingum og aðstandendum.

Kennsla

Aðstoðarkennari við EMDR Institute 2013 –
Aðstoða við kennslu á EMDR námskeiðum. Sé um hópaæfingar og handleiðslu eftir námskeiðin.

Aðstoðarkennari við The University of Texas at Austin Vorönn 2001
Educational Psychology deild – Introduction to Individual Counseling and Psychotherapy

Leiðbeinandi við Háskóla Íslands Haustönn 1994
Félagsvísindadeild – Vinnulag í sálfræði

Fyrirlestrar
EMDR Æfingabúðir 2012 – 2013
Sex skipta æfingabúðir fyrir EMDR meðferðaraðila þar sem kennd voru ýmis atriði í EMDR meðferð, hugrofsröskunum og flóknum áföllum. Meðleiðbeinandi Margrét Sigríður Blöndal geðhjúkrunarfræðingur.

Tilvera
Biðtíminn í tengslum við glasameðferðir, fyrirlestur fyrir fólk í glasameðferðum, maí 2009, 2011, 2015, 2017.

 

 

Stuðningsnet Krafts
Kraftur – stuðningsfélag ungra krabbameinssjúklinga og aðstandenda, 12 stunda námskeið fyrir stuðningsfulltrúa, maí 2008 og febrúar/mars 2009, október 2009, febrúar/mars 2010, október 2010, febrúar/mars 2011, október 2011, febrúar 2012.

Tilfinningahliðar ófrjósemi, áhrif á sjálfsmynd, samskipti við aðra og samband við maka –
Landspítali háskólasjúkrahús – geðsvið. Fyrirlestur fyrir sálfræðinga, apríl 2007
Kraftur – stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. – Fyrirlestur,
mars 2007
Tilvera – samtök um ófrjósemi. Fyrirlestur, maí 2006, endurtekinn mars 2007, febrúar 2011, febrúar 2012, apríl 2015, febrúar 2016.

Lífstílsbreytingar – fyrirlestur
Íþróttaakademían í Keflavík, mars 2007, Landsnet, október 2005, ASÍ, apríl 2006

Samskiptamynstur – fyrirlestur
Íþróttaakademían í Keflavík, apríl 2007, Tvö ónafngreind fyrirtæki, febrúar 2006, ASÍ, apríl 2006

Sálfélagslegar hliðar grindarloss – fyrirlestur
Landspítali háskólasjúkrahús, Kvennadeild/Fæðingardeild, maí 2006, Miðstöð mæðraverndar, Reykjavík, október 2005 og ágúst 2004

Að borða tilfinningar sínar
Streituskólinn – námskeið fyrir almenning, október 2005

Samband streitu og ofáts
Lean Lifestyles, College Station, Texas apríl 2005

Alzheimer og fjölskyldumeðlimir sem umönnunaraðilar – fyrirlestur og fyrirspurnir á mánaðarlegum stuðningshópum fyrir umönnunaraðila Alzheimer sjúklinga
Wesley Medical Center, október 2004 – apríl 2005

Rannsóknir / Greinar / Fyrirlestrar / Posters

Gyða Eyjólfsdóttir (2011) Jafningjastuðningur fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur skiptir
máli – Stuðningsnet Krafts. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 87(2), 34-38.
Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Hvað veldur grindarlosi á meðgöngu? Uppeldi, 17(6), 34-35.
Gyða Eyjólfsdóttir (2003). Psychosocial Aspects and Functional Analysis of Symptom-
giving Pelvic Girdle Relaxation in Icelandic Women. Doktorsritgerð við The University of Texas at Austin.
Lisa Kearney, Gyða Eyjólfsdóttir, Vagdevi Meunier, Chris Brownson, Naomi Moller & Stella
Nelms (2002). Parenthood, Pregnancy, Practice: Balancing Motherhood, Fatherhood, and Work. Hringborðsumræður á ársþingi sálfræðingafélags Texas.
Gyða Eyjólfsdóttir, Auður E. Gunnarsdóttir, og Friðrik H. Jónsson (2002, Ágúst). An Icelandic
Translation and Pretest of The Personality test NEO PI-R. Veggspjald á 110. ársþingi ameríska sálfræðingafélagsins, Chicago, IL.
Gyða Eyjólfsdóttir & Rakel Heiðmarsdóttir (2002, Ágúst). Effects of Information on Attitudes
towards HIV- positive Individuals. Veggspjald á 110. ársþingi amerískasálfræðingafélagsins, Chicago, IL.

Útgefið efni

Gyða Eyjólfsdóttir og Berglind Ósk Birgisdóttir (2014). The IVF Coaching App. Smáforrit
(app) fyrir fólk í glasameðferð til að reyna að eignast börn. Gefið út á Google Play Store og App Store.
Gyða Eyjólfsdóttir og Andrés Ragnarsson (2013). Djúpslökun – geisladiskur.
Gyða Eyjólfsdóttir (2013). Tilfinningahliðar ófrjósemi. Fyrirlestur á DVD.

 

Valin námskeið og endurmenntun

Treating Complex Grief and Trauma. Roger Solomon, Ph.D., Reykjavík. Janúar 2018.

ACT og þrálátir verkir. Rúnar Helgi Andrason, Ph.D., Reykjavík. Desember 2017.

Art of EMDR. 20 tímar. Reykjavík. Aðstoðarkennari á námskeiðinu. September 2017.

Working with Parts. Kathleen Martin, LCSW. Reykjavík. 7 tímar.

Brainspotting, Phase 2. 2 dagar. Brighton, Englandi. Nóvember 2016.

EMDRIA Alþjóðaráðstefnan, 12 tímar, Minneapolis, Minnesota, USA. Ágúst 2016.

Brainspotting, Phase 1. 3 dagar. Waltham, Massachusetts. Júní 2016.

Hagnýt fræðsla um geðlyf. Erik Eriksson, geðlæknir, mars 2016.

Velkomin í núið – frá streitu til sáttar. 12 tímar. Guðbjörg Daníelsdóttir og Anna Dóra Frostadóttir, janúar til mars 2015.

ACT meðferð. 6 tímar. Halldóra Bergmann, október 2014.

Working With Complex Trauma & Diss ociation in EMDR: Treating „Parts“, 7 tímar. Kathleen Martin, LCSW, september 2014.

Utilization of EMDR with Traumatic Bereavement. Roger Solomon, Reykjavík. 14 tímar. Maí 2014.

The Art of EMDR, 20 tímar. St. Catherines, Kanada, apríl 2014.

Treating Complex Trauma with EMDR and Structural Dissociation Theory: A Practical Approach. Module 3: Treating Dissociative Phobias and the Art of Time Orientation. 4 tímar. Kathleen Martin, LCSW. Fjarnámskeið. Mars 2014.

Treating Complex Trauma with EMDR and Structural Dissociation Theory: A Practical Approach. Module 2: Fraser‘s Dissociative Table Technique. 4 tímar. Kathleen Martin, LCSW. Fjarnámskeið. Mars 2014.

Treating Complex Trauma with EMDR and Structural Dissociation Theory: A Practical Approach. Module 1: Integrating Structural Dissociation Theory into EMDR Psychotherapy. 4 tímar. Fjarnámskeið. Janúar 2014.

Í hverju felast breytingarnar frá DSM-IV í DSM-5? 5 klst. Fræðslunefnd Sálfræðingafélags Íslands, nóvember 2013.

EMDRIA alþjóðaráðstefnan. 16,5 tímar. Austin, Texas. September 2013.

Reiðistjórnun barna – verkfærakista Sjálfsstætt starfandi sálfræðinga. 4 tímar. Soffía Elín Sigurðardóttir og Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Nóvember 2013.

Dissolving Traumatic Body Memory DTBM, 4 tímar. Gunnar Þorsteinsson. Maí 2013.

Advanced case consultation in EMDR and complex trauma. 8 tímar. Roger Solomon, Ph.D. Maí 2013.

EMDR Weekend 1 of the Two Part Basic Training. Reykjavík, 20 tímar. Roger Solomon, maí 2013.

EMDR Beyond PTSD: Attachment and Trauma. Newcastle 6 tímar. EMDR UK & Ireland. Mars 2013.

Áfallahjálp og sálræn skyndihjálp: Námskeið fyrir fagfólk. Jóhann Thoroddsen sálfræðingur, desember 2012

Compassion Focused Therapy og Compassionate Mind Training. Margrét Arnljótsdóttir og Margrét Bárðardóttir, nóvember 2012.

Complex Trauma Workshop. Roger M. Solomon, Ph.D., ágúst 2012.

EMDR Addictional Protocol. Hope Payson. Júní 2012

Gottman Institute – Level 1. Bridging the Couple Chasm: A Research-Based Approach, maí 2012

International Conference on Treating Complex Developmental Trauma Disorders: Integrating EMDR and the Theory of Structural Dissociation, 26 tímar. Roger M. Solomon, Ph.D., Kathleen Martin, LCSW, Kathy Steele, Ph.D., og Jim Knipe, Ph.D., Niagra Falls: apríl 2012.

EMDR Weekend 1 of the Two Part Basic Training. Roger M. Solomon, Ph.D., 28.-30. Október 2011. Reykjavík. 20 tímar.

41st Congress of The European Association for Behavioural and Cognitive Therapies – EABCT. 31. Ágúst – 3. September 2011. 21 tímar.

Emotional Regulation Skills: Clinical update. Marsha Linehan, Ph.D. September 2011.

EMDR Toolbox – Complex Trauma Workshop. Jim Knipe, Ph.D. september 2011.

Emotion Regulation Skills: Clinical Update. Marsha Linehan, Ph.D. september 2011.

The Art of EMDR, 20 tímar. Niagara on the lake, Kanada, mars 2011.

Skapmiklu börnin. Félag um hugræna atferlismeðferð. Reykjavík, desember 2009.

Comprehensive Cognitive-Behavioral Therapy with Couple & Families: A Schema Focused Approach. Félag um hugræna atferlismeðferð. Reykjavík, maí 2009. 8 klst.

Ofþyngd barna. Félag um hugræna atferlismeðferð. Reykjavík, maí 2009.

Siðareglunámskeið Sálfræðingafélags Íslands. Reykjavík, febrúar 2009.

Dissociative Disorders Psychotherapy Training Program. International Society for the Study of Trauma and Dissociation, september 2008 til febrúar 2009. Long distance learning. http://www.isst-d.org/training/Training-index.htm

Mind/body program for infertility. Alice Domar, Ph.D. maí 2008.

Handleiðsla í EMDR fræðum, 21 tími. Kathleen Martin, LMSW, júlí 2007 til janúar 2008.

Psycho-somatic problems / Chronic illnesses. Endurmenntun HÍ, janúar 2008.

The ART of doing EMDR (22 klst). Niagra Falls, Kanada, mars 2006.

Siðareglunámskeið Sálfræðingafélags Íslands (10.5 stundir). Reykjavík, mars 2006.

Psychotherapy for Borderline Personality – Transference-Focused Psychotherapy með John Clarkin, Ph.D., & Frank Yeomans, M.D. The Personality Disorders Institute, Weill College of Medicine at Cornell University. Tveggja daga námskeið í Reykjavík á vegum Geðlæknafélagi Íslands, október 2005.

EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) námskeið – Level II (19 ½ klst). EMDR Institute. Albuquerque, New Mexico, janúar 2005. http://www.emdr.com

Klínísk dáleiðsla (Clinical Hypnosis – Intermediate training) (24 klst). American Society of Clinical Hypnosis, Orlando, Florida, desember 2004. http://www.asch.net

Klínísk dáleiðsla (Clinical Hypnosis – Basic training (24 klst). American Society of Clinical Hypnosis, Austin, Texas, oktober 2004. http://www.asch.net

EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) námskeið – Level I (19 ½ klst). EMDR Institute. Atlanta, Georgia, júlí-ágúst 2004.

Geðlyfjafræði (Psychopharmacology). Fjögur námskeið með William Turner, geðlækni. Hattiesburg, Mississippi, júní og júlí 2004.

Kynlífsfíknir (Sexual Addictions). Fjögur námskeið með Phillip Hemphill, LMSW. Hattiesburg, Mississippi, október 2003.

Heilsustofnun NLFÍ, Málþing um langvarandi verki. Hveragerði, apríl 2003.

Ariel Giarretto, MS, LMFT. Body oriented approach to the healing of sexual trauma, námskeið. Reykjavík, júní 2003.

Grindarlos (Bekkenlösning), tveggja daga málþing/námskeið í Bergen, Noregi, apríl 2002

Námskeið í kynlífsráðgjöf (Sex Therapy Workshop) með Sarah Janosik and Joel Fleschman, (3 klst) Austin, Texas, febrúar 2002.

Þjálfun í draumatúlkun (Dream Interpretation Training) (The DRAW model, þróað af Dr. Clara Hill, Ph.D. og Dr. Aaron Rochlen, Ph.D.) (9 klst). Ágúst 2001.

Consultation and Treatment in Obstetrics and Gynecology, námskeið. San Francisco, ágúst 2001.

Validation Therapy with the demented elderly. Námskeið (8 klst). Austin, Texas, 1997

 

Fagfélagsaðildir

Sálfræðingafélag Íslands frá 2005

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga frá 2011

EMDRIA frá 2009

International Society for the Study of Trauma and Dissociation frá 2011

European Society for the Study of Trauma and Dissociation frá 2010-2015

American Society of Reproductive Medicine frá 2008-2010

Annað

Stofnaði fagfélagið EMDR á Íslandi 2012
Formaður fræðslunefndar Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga frá 2011 til 2013
Sat í bráðbirgðastjórn til stofnunar Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga 2011
Sat í siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands frá 2006-2009.