Viðtöl

Áður en þú mætir í fyrsta viðtalið færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um trúnað, afboðanir, niðurgreiðslu, og fleira.  Einnig færðu send blöð fyrir þig til að fylla út og koma með í viðtalið.

Í fyrsta tímanum er algengast að farið er yfir afhverju þú ert að leita þér aðstoðar og hvað þú vilt fá út úr viðtölunum, hvenær vandinn byrjaði og hvað einkennir hann.  Þá mátt þú búast við spurningum um bakgrunn þinn eins og fjölskylduaðstæður, starf/nám, stuðning, fyrri sálfræðimeðferð og fleira.

Í samvinnu við sálfræðinginn þinn er vandi þinn kortlagður og meðferðarúrræði rædd og útskýrð og tekin ákvörðun um framhaldið.  Stundum getur þessi kortlagning og meðferðaráætlun tekið lengur en eitt viðtal.

Verð á viðtölum eru misjöfn eftir meðferðaraðila en hægt er að sækja um niðurgreiðslu til stéttarfélaga ef við á.